Ritunarvefur

Með sköpun og tjáningu fylgir lærdómur

 Æfingar

Tilvitnanir

Þetta hafa þau að segja

Gail Carson Levine
„Að skrifa er færni. Því meira sem maður skrifar því færari. Ég býst við að ég verði alla ævina að læra að skrifa. Því maður getur alltaf lært meira og það er það besta við að vera rithöfundur.“
Birnir Jón Sigurðsson
„Mér finnst smásagan líka æðisleg. Smásagan er lítill biti af persónu sem þú nartar. Bragðið er í fyrirrúmi en ekki magafyllin. Smásagan er eins og tapas á meðan skáldsagan er sunnudagslærið.“
Guðmundur B. Kristmundsson
„Færni í ritun þýðir vald. Sá sem er góður að skrifa á betra með að taka þátt í samfélaginu en sá sem ekki getur eða treystir sér ekki til að skrifa.“
E. L. Doctorow
„Að skrifa skáldsögu er eins og að keyra að næturlagi. Maður sér aðeins vegarkaflann sem háu ljósin lýsa en þannig kemst maður samt á leiðarenda. Maður þarf ekki að sjá lengra, ekki áfangastaðinn eða allt sem farið er framhjá á leiðinni. Það eina sem þarf að einblína á er þessi stutti kafli framundan.“
Birnir Jón Sigurðsson
„Ég mætti snemma á morgnana á bókasafn Kópavogs og markmiðið var að dvelja með andrúmsloftinu og reyna þannig að draga fram orðin. Allt annað var bannað, mér varð að leiðast. Þegar maður kemst yfir fyrstu leiðindagrindina án þess að hrasa inn í afþreyingu þá er yfirleitt hægt að komast í flæði.“
Guðrún Eva Mínervudóttir
„Ég trúi ekki á dauða bókarinnar; hún er alveg mergjað form. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir skrifaðan texta. Ég nefni sem dæmi Amercan Psycho, sláandi kvikmynd en bókin er miklu hryllilegri og magnaðri. Það er eina bókin í lífinu sem ég varð að leggja frá mér af því að hún olli mér líkamlegri ógleði.“
Birnir Jón Sigurðsson
„…[M]ér finnst ögn klisjukennt að segja það en ég breytist í einhvern annan þegar ég skrifa. En ég veit ekki hver það er. Er það einhver annar? Er það önnur útgáfa af mér? Er það nær mér?“
Anne Lamott
„Flétta verður til úr persónusköpun. Ef maður beinir athygli sinni að því hvaða mann sögupersónurnar hafa að geyma, situr og skrifar um tvær manneskjur sem kynnast æ betur dag frá degi, þá hlýtur eitthvað að gerast.“
Brynja Hjálmsdóttir
„Ef ég myndi skilgreina ljóð einhvernveginn væri það að ljóð er texta- eða tjáningarform sem gefur mikið af upplýsingum með því að halda aftur af upplýsingum.“
Arngrímur Vídalín
„Að skálda er að kukla, að skapa líf úr engu og eyða lífi … Það þarf ekki Gráskinnu til að galdra. Yfirnáttúrlegasta kraftinn, máttinn til að færa frásagnir í orð á pappír, hann öðlumst við strax á fyrstu árum skólagöngunnar. Og ef við óttumst þessa óhjákvæmilegu feigð þá er ekkert betra tæki til að fást við hana en í gegnum texta. Sérhver bók er galdrabók ef við leggjum þann skilning í málin.“

Ert þú kennari?

Kennarar geta fengið ókeypis aðgang að Ronju. Þegar kennaraaðgangur er virkjaður bætast við ýmsar upplýsingar fyrir kennara og hægt að skiptast á skoðunum.