Ritunarvefur

Með sköpun og tjáningu fylgir lærdómur

 Æfingar

Tilvitnanir

Þetta hafa þau að segja

Gail Carson Levine
„Það ekkert til sem heitir hin fullkomna bók eða saga. Í öllum bókunum á safninu má finna einhverja agnúa, persónu sem er yfirborðskennd, klaufalegt samtal… það má finna einhverja vankanta á hverri einustu skruddu.“
Anne Lamott
„Flétta verður til úr persónusköpun. Ef maður beinir athygli sinni að því hvaða mann sögupersónurnar hafa að geyma, situr og skrifar um tvær manneskjur sem kynnast æ betur dag frá degi, þá hlýtur eitthvað að gerast.“
Anne Lamott
„Það er engin himnasæla að setjast niður við skriftir, ekki í mínu tilviki né þeirra rithöfunda sem ég þekki. Reyndar er mín eina leið til að koma einhverju á blað að skrifa arfa-, arfaslakt uppkast.“
Einar Kárason
„Ég held ekki dagbók. … Gleymskan er svo lýrísk og skapandi“
Guðrún Eva Mínervudóttir
„Hvað er eigin reynsla? Ég byggi örugglega minna á eigin lífi en fólk gerir ráð fyrir. En auðvitað er maður samansettur úr eigin hughrifum og ímyndunaraflið moðar úr því.“
E. L. Doctorow
„Að skrifa skáldsögu er eins og að keyra að næturlagi. Maður sér aðeins vegarkaflann sem háu ljósin lýsa en þannig kemst maður samt á leiðarenda. Maður þarf ekki að sjá lengra, ekki áfangastaðinn eða allt sem farið er framhjá á leiðinni. Það eina sem þarf að einblína á er þessi stutti kafli framundan.“
Guðrún Eva Mínervudóttir
„Sagnalistin er heiminum sannarlega ómissandi – hún gerir fólki erfitt fyrir að sjá annað fólk fyrir sér sem dauða hluti. Hún sáir fræjum samúðar í huga fólks og kennir okkur að skoða tilveruna frá sjónarhorni annarra.“
Arngrímur Vídalín
„Mest les ég til að fræðast. Það er hægt að fræðast á öllum tegundum texta, líka textum sem eru falskir og illa unnir. Allir textar segja okkur eitthvað um þann sem skrifaði, um hvar hann skrifaði, um samfélagið.“
Birnir Jón Sigurðsson
„Mér finnst smásagan líka æðisleg. Smásagan er lítill biti af persónu sem þú nartar. Bragðið er í fyrirrúmi en ekki magafyllin. Smásagan er eins og tapas á meðan skáldsagan er sunnudagslærið.“
Guðmundur B. Kristmundsson
„Færni í ritun þýðir vald. Sá sem er góður að skrifa á betra með að taka þátt í samfélaginu en sá sem ekki getur eða treystir sér ekki til að skrifa.“

Ert þú kennari?

Kennarar geta fengið ókeypis aðgang að Ronju. Þegar kennaraaðgangur er virkjaður bætast við ýmsar upplýsingar fyrir kennara og hægt að skiptast á skoðunum.