Almennt
Persónuvernd þín skiptir Ronju miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti.
Persónuverndarlöggjöf
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
Ábyrgð
Ronja ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni.
Söfnun og notkun persónuupplýsinga
Til að hægt sé að veita kennaraaðgang að Ronju þarf að gefa upp: nafn, netfang, símanúmer.
Ronja.is
Þú getur skoðað og notað ronja.is án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar, þar með talið netfangið þitt. Ronja safnar ekki upplýsingum sem vafri þinn sendir frá sér þegar þú nýtir þér þjónustu fyrirtækisins, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.
Miðlun
Rík áhersla er lögð á að varsla persónuupplýsinga sé ávallt með ábyrgum hætti. Persónuupplýsingar verða ekki aðgengilegar öðrum aðilum en starfsfólki ronja.is.
Þriðju aðilar
Þjónusta Ronju og efni á heimasíðu getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem Ronja stjórnar ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Ronja mælir eindregið með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir.