Hripaðu niður ýmsar hugmyndir um tívolí eða skemmtigarða. Leiddu hugann að hringekju, spéspeglum, rússíbana, draugahúsi, spákonu, speglasal, parísarhjóli, klessubílum, skotbökkum eða hverju svo sem má finna á slíkum stað.
Skrifaðu stutta frásögn í 1. persónu um óhugnanlegan atburð sem gerist í skemmtigarði. Hér þarf ekki að byrja á byrjuninni. Þú getur dregið lesandann inn í atburðarásina miðja.