Æfingar

Flokkur > Orðalag

Að skera niður

 

  1. Skrifaðu 300 orða sögu. Það gerir ekkert til þótt orðafjöldanum skeiki um tíu orð til eða frá.
  2. Skrifaðu sömu sögu aftur með því að skera orðafjöldann niður um helming án þess að fækka persónum. Fléttan á líka að standa óhreyfð.
  3. Leiktu sama leikinn. Fækkaðu orðunum aftur um helming. Eftir stendur örsaga í u.þ.b. 75 orðum.
litter signage

Markmið æfingar

Að velta fyrir sér hvað má missa sín. Hverju er ofaukið? Hvers vegna? Sagði ekki einhver að ruslafatan væri besti vinur rithöfundarins?