Er gagnlegt að nota sniðmát til að ákvarða byggingu sögunnar? Það hentar sumum vel og reyndar sakar ekki að prófa það. Hér má sjá nokkurs konar eyðublað til að gera ágrip af sögunni.
Æfingar
Flokkur > Bygging
Bygging sett upp í töflu
Markmið æfingar
Að „teikna“ byggingu sögu fyrirfram til að fá yfirlit yfir söguna í fáum dráttum. Þegar nemendur hafa mátað söguna sína inn í svona ramma verður auðveldara að greina byggingu í þeim sögum sem eru til umfjöllunar hverju sinni.