Æfingar

Nafngiftir – samvinna

Hér er listi yfir nafnlausar persónur. Gefðu þeim viðeigandi nafn. Ritið Nöfn Íslendinga (t.d. á Snöru) gæti verið hjálplegt eða jafnvel símaskráin.

  1. Gamall íslenskur sirkushestur í þýsku fjölleikahúsi.
  2. Ungur ógiftur bóndi úr Skagafirði.
  3. Konungborin stúlka búsett í Evrópu.
  4. Litríkur páfagaukur sem getur talað.
  5. 16 ára áhugakona um skák og mótorsport.
  6. Fráskilinn háskólaprófessor sem hefur leikið í kvikmyndum.
  7. Ballerína sem hefur snúið sér alfarið að búningahönnun.
shallow focus photography of orange parrot

Markmið æfingar

Að velta fyrir sér merkingu nafna. Hvað ræður því hvaða nöfn verða fyrir valinu þegar sögupersónur eru annars vegar?