Æfingar

Flokkur > Sjónarhorn

Með augum annarra

Skrifaðu eina efnisgrein um líðan þína þessa stundina.

Ímyndaðu þér að einhver standi fyrir utan og horfi á þig inn um glugga. Skrifaðu eina efnisgrein í þriðju persónu þar sem þér er lýst með augum þess sem er fyrir utan.

rolled brown string on top of window

Markmið æfingar

Að horfa á sjálfa/ sjálfan sig utan frá. Þessi æfing er góð til þess að gera tilraunir með ólíkar frásagnaraðferðir en ekki síður til þess reyna að lýsa tilfinningum með því að skrifa um svipbrigði eða hvers kyns látæði.