Æfingar

Flokkur > Samtöl

Anekdóta – samtal

 

  1. Skrifaðu anekdótu sem einhver sagði þér eða sem þú varðst vitni að. Skrifaðu sögu sem þú hefur heyrt áður eða sem þú þekkir vel.
  2. Breyttu frásögninni í samtal. Skapaðu persónu sem segir annarri persónu anekdótuna. Lýstu umhverfi og aðstæðum. Hvernig bregst persónan við frásögninni? Hvernig varpar anekdótan ljósi á persónuna sem segir frá?
white neon light signage on wall

Markmið æfingar

Að skrifa samtal og lýsa viðbrögðum. Hér má vel nota tækifærið og velta fyrir sér uppsetningu samtala. Hvaða þýðingu hafa greinaskil í samtali?