Hér eru nokkrar hugmyndir. Veldu eina og skrifaðu samtal. Stuttar málsgreinar eiga oft betur við í samtölum og það getur farið vel á að brjóta samtalið upp með athugasemdum, t.d. um svipbrigði eða hugleiðingar persóna. Vandaðu frágang. Mundu að hafa greinaskil svo lesandanum sé alltaf ljóst hver hefur orðið. Gættu þess einnig að öll greinamerki séu á sínum stað.
- Helgi ásakar Jón um að hafa svindlað í spili.
- Óánægður gestur kvartar undan matnum í samtali við þjón.
- Sigríður treystir Þóru fyrir leyndarmáli en hún trúir ekki Sigríði.
- Systkini takast á um hvort eigi að viðra hundinn á heimilinu í þetta skiptið.
- Tveir menn lenda í árekstri. Þeir voru báðir að bakka út úr bílastæði og kenna hvor öðrum um.
- Nemandi tekst á við kennarann sinn. Honum finnst hann hafa gert upp á milli nemenda við einkunnagjöf.