- Taktu upp raunverulegt samtal á símann þinn. Það gerir ekkert til þótt fleiri en tveir taki þátt í samtalinu eða hvort þú ert með í samræðunum eða ekki. Næst skaltu gera tilraun til að skrifa það niður orð fyrir orð. Ekki gleyma hikorðunum og hljóðunum sem fólkið gefur frá sér.
- Lestu samtalið yfir með þessar spurningar í huga:
- Hvað af þessu gengur upp í rituðu máli?
- Hvað er áhugavert í samtalinu?
- Er það innihaldsríkt?
- Eru aðstæðurnar áhugaverðar?
- Eru persónurnar sérstakar?
- Er málfarið áhugavert? Eru slangur og slettur áberandi? Koma fram ólíkar mállýskur?
- Talar einhver í hálfkveðnum vísum? Vekur sá hinn sami forvitni lesanda?
- Er samtalið fyndið?
- Lestu samtalið yfir með þessar spurningar í huga:
- Endurskrifaðu samtalið með því að stroka út allan óþarfa. Haltu því eftir sem er áhugavert. Ef eitthvað er óljóst skaltu skerpa á merkingunni. Ef það á við skaltu bæta við hvernig eitthvað var sagt eða hvað átti sér stað á meðan.
- Lestu samtalið upphátt eða fáðu einhvern til að lesa það fyrir þig. Þá heyrir þú hvort samtalið sé eðlilegt eða ekki; hvort orðalagið sé klaufalegt, setningar of langar eða jafnvel of flóknar. Auk þess getur samtalið hljómað skringilega ef rímorð slæðast með eða þegar stuðlun kemur fram í máli einhvers. Lagfærðu textann ef þarf.
Æfingar
Flokkur > Samtöl
Upptaka
Markmið æfingar
Að skrifa áhugavert samtal sem er byggt á raunverulegum samræðum.