Veldu eitt af eftirfarandi fyrirbærum til að lýsa og gerðu tilraunir með orðalagið.
- Vonskuveður
- Hellir
- Brú
- Foss
- Sólarlag
- Tré
- Lýstu fyrirbærinu með því að nota löng orð og langar setningar eða málsgreinar. Leitastu við að nota orð sem eru fleiri en eitt atkvæði.
- Skrifaðu lýsinguna með því að nota stutt orð og knappar setningar og málsgreinar.
- Ímyndaðu þér að þú sért að útskýra fyrirbærið fyrir einhverjum sem hefur aldrei séð það áður.
- Skrifaðu auglýsingatexta um fyrirbærið.