Æfingar

Flokkur > Orðalag

Að orða hlutina

Hér fara á eftir sex spurningar. Umorðaðu þær þannig að lesandinn fái vísbendingar um persónuna sem talar. Reyndu að koma með þrjár til fimm tillögur að hverri spurningu.

  1. Geturðu hjálpað mér að finna bíllyklana?
  2. Hvað er klukkan?
  3. Viltu bera kassann með mér?
  4. Viltu eitthvað að borða?
  5. Geturðu lánað mér 500 krónur?
  6. Er þetta sæti laust?
white box on white table

Markmið æfingar

Að breyta orðalagi, velta fyrir sér ólíku málfari og tengja við persónusköpun.