Skrifaðu tvo lista. Hafðu þá í tveimur dálkum, hlið við hlið. Í annan dálkinn áttu að skrifa 10-15 hlutstæð nafnorð en í hinn áttu að skrifa jafnmörg sagnorð sem eru notuð í tengslum við einhvers konar iðn. Nú skaltu mynda 5 setningar með því að setja saman orð úr hvorum flokki. Reyndu að finna upp á óvenjulegum orðasamböndum sem kalla fram nýstárlegar myndir.
Dæmi: skeið – að saga
Hún sagaði hafragrautinn í tvennt með skeiðinni.