Æfingar

Flokkur > Persónusköpun

Fríkuð

Hér má sjá færslu úr Íslenskri nútímamálsorðabók:

fríkaður lo

hann er fríkaður, hún er fríkuð, það er fríkað; fríkaður – fríkaðri – fríkaðastur

óformlegt

sem sker sig úr fyrir áberandi útlit eða óvenjulega framkomu

DÆMI: hún hefur mjög fríkaðan fatasmekk

Lýstu persónu með „fríkaðan fatasmekk“. Í hverju er hún? Stundum er sagt að fötin skapi manninn. Hvað segir klæðnaðurinn um persónuna sem þú bjóst til?

white torso mannequin near window

Markmið æfingar

Að leggja natni við lýsingar á smáatriðum sem varpa ljósi á persónu.