Æfingar

Flokkur > Samtöl

Tvö símtöl

Þú lánaðir vini þínum bílinn þinn. Þú áttar þig svo á því að í honum er svolítið sem má alls ekki finnast. Hvað er það?

Skrifaðu upp tvö símtöl:

  1. Hringdu í þann sem á það sem ekki má finnast og segðu honum hvað hefur gerst. Hvað fer ykkar á milli?
  2. Hringdu í vininn sem hefur bílinn að láni og reyndu að fá hann til að snúa við án þess að gefa upp raunverulega ástæðu. Það tekst ekki. Hvað gerist næst?
closeup photo of black analog speedometer

Markmið æfingar

Að skrifa ólík samtöl þar sem upplýsingum er haldið leyndum.