Horfðu á teiknimyndina um Geri gamla. Segðu sögu í svipuðum dúr þar sem sama persónan bregður sér í ólík hlutverk, þau þurfa ekki endilega að tengjast leik eða keppni heldur mætti skrifa um starfsmann og viðskiptavin eða kennara og nemanda. Á hvaða formi viltu hafa frásögnina? Prófaðu að skrifa handrit þar sem „hvor“ persóna hefur sínar línur.