Æfingar

Flokkur > Form

Handa Auði

Hugsaðu til manneskju sem þér líkar vel við. Skrifaðu ljóð sem inniheldur tólf línur þar sem þú lýsir viðkomandi með því að nota líkingamál. Hér eru leiðbeiningar:

  • Fyrsta lína: Líktu manneskjunni við mat.
  • Önnur lína: Líktu henni við veður.
  • Þriðja lína: Líktu henni við tré.
  • Fjórða lína: Líktu henni við tíma dags.
  • Fimmta lína: Líktu henni við farartæki.
  • Sjötta lína: Líktu henni við flík.
  • Sjöunda lína: Líktu henni við stað á heimili.
  • Áttunda lína: Líktu henni við blóm.
  • Níunda lína: Líktu henni við tónlist eða hljóð.
  • Tíunda lína: Líktu henni við eitthvað sem tengist lit eða litum.
  • Ellefta lína: Líktu henni við dýr.
  • Tólfta lína: Lokalína að eigin vali – einhvers konar niðurstaða.
red and green leaf in close up photography

Markmið æfingar

Að yrkja ljóð með því að nota viðlíkingar og myndhverfingar.