Jóna Guðbjörg Torfadóttir, íslenskukennari og ljóðskáld, setti saman örlitla örsögu og birti hana á Facebook-síðu sinni til að skemmta ykkur – eða ekki:
Í útlendri sögu segir frá því að ör hæfði örgeðja mann í lærið og hlaust af því ljótt ör. Ekki örvaðist maðurinn við það heldur örvinglaðist enda varð hann á örskammri örstundu örmagna, örkumla öryrki. Maðurinn var örlyndur en örlögin höguðu því þó þannig að sjálfur bjó hann við mikla örbirgð og svo kom að hann dó örvæntingarfullur, örmæddur og örvasa en örugglega. Og allt út af einni örlítilli ör!
Taktu Jónu til fyrirmyndar og semdu örsögu með því að „ofnota“ eitthvert forskeyti. Í skjalinu má finna dæmi um nokkur forskeyti.