Skipta má bréfaskriftum í tvennt eftir því hver markmiðin með þeim eru. Bréf sem send eru t.d. fyrirtækjum eða stofnunum teljast til formlegra bréfa en þau sem stíluð eru á ástvini eða fjölskyldumeðlimi eru persónuleg. Uppsetningin er í stuttu máli þessi:

  • Staður (í þgf.) og dagsetning efst í hægra horni
  • Ávarp til viðtakandans
  • Texti bréfsins
  • Kveðja og undirskrift sendandans (aðeins neðar og til hægri)
« Hugtök