Bein eða óbein tilvísun eða skírskotun til atburða, persóna eða aðstæðna úr samtíð höfundar eða úr sögu og bókmenntum, sem ætlast er til að lesandi þekki, t.d. Íslendingasagna, Biblíunnar, ævintýra, þjóðsagna, stjórnmála, dægurlagatexta, merkisviðburða.
Tilgangurinn er oft að setja yrkisefnið í víðara samhengi, t.d. að láta í ljós önnur viðhorf en lýst er í verkinu sem vísað er í eða bera nútímann saman við það sem eldra er.
« Hugtök