Jæja, unglingaveiki, hjón, nenna, duglegur, gluggaveður, víst, jú, frekur, skárri, skreppa, feigur, vesen, takk fyrir mig (um mat), sólarhringur, mánaðamót, inniskór, redda eru dæmi um orð sem erfitt er að þýða, að minnsta kosti yfir á ensku.
- Getur þú bætt einhverjum orðum á listann?
- Snúum dæminu við, hvaða orð úr ensku er ekki búið eða jafnvel ekki hægt að þýða yfir á íslensku?
- Hvernig mætti þýða orðin/orðasamböndin í lið 2? Ef til vill þarftu að búa til ný orð.