Æfingar

Flokkur > Orðalag

7-9-13

Af Vísindavefnum:

Talan sjö hefur einnig lengi verið talin sérstök heillatala. Hún er samsett úr tölunum þremur – tölu heilagrar þrenningar, tákni himinsins – og fjórum – tölunni sem myndar ferninginn, tákni jarðarinnar. Saman mynda þær tölu alheimsins, himins og jarðar, töluna sjö. Samkvæmt gömlum hugmyndum býr sjö yfir óvenjulegum töframætti og í tölunni er sjálf lífshrynjandin fólgin.

Nú átt þú að skrifa sögu í 9 til 13 línum en málsgreinarnar í sögunni mega eingöngu innihalda sjö orð.

 

white bird flying under blue sky during daytime

Markmið æfingar

Að skrifa um hvað sem er innan skýrra marka.