Um Ronju

Ronja.is er ritunarvefur fyrir framhaldsskóla. Hann var smíðaður á árunum 2020 til 2021 með styrk frá Þróunarsjóði námsgagna. Á vefnum er að finna um 250 ritlistaræfingar og -verkefni sem hefur verið skipt niður í 13 flokka eftir því hvar áherslan liggur. Á vefsíðunni er auk þess hugtakalisti þar sem útskýrð eru ýmis hugtök sem fram koma í æfingunum. Loks eru margskonar tilvitnanir í höfunda og ritlistarkennara, bæði fleyg orð um skáldskap og góð ráð fyrir alla sem fást við skapandi skrif.

Að auki er umræðuþráður við hverja æfingu á vefnum fyrir kennara þar sem þeir geta skipst á skoðunum og deilt reynslusögum. Ronja hefur þegar tjáð sig um ófáar æfingar sjálf og vonar að fleiri leggi orð í belg. Þá munu kennarar hafa aðgang að svokölluðum verkefnapökkum sem hafa verið notaðir í þriggja vikna ritunarlotum.

Ronja er Freyja Auðunsdóttir, íslenskukennari í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hún tók saman efnið sem hér er að finna. Rúnar Helgi Vignisson, prófessor í ritlist við Háskóla Íslands, var sérlegur ráðgjafi og Hrefna Steinarsdóttir, framhaldsskólakennari, annaðist prófarkalestur.

Ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við vefinn má senda fyrirspurn á netfangið: ronja@ronja.is

blueberries on white ceramic container

Freyja Auðunsdóttir lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2001 og bætti við sig kennsluréttindum 2006. Hún lauk meistaraprófi í ritlist frá sama skóla árið 2019. Hún kenndi íslensku í unglingadeild Öldutúnsskóla í nokkur ár en frá 2008 hefur hún verið íslenskukennari í Flensborgarskóla.

Meistaraverkefni hennar snerist um að útbúa námsefni í ritlist fyrir framhaldsskóla. Þar er auk þess fjallað um hvort efla þurfi ritunarkennslu og hver tilgangurinn með henni sé.

Ert þú kennari?

Kennarar geta fengið ókeypis aðgang að Ronju. Þegar kennaraaðgangur er virkjaður bætast við ýmsar upplýsingar fyrir kennara og hægt að skiptast á skoðunum.