Æfingar

Flokkur > Leikur

Óendanlegir möguleikar

Fjöldi setninga í málinu er óendanlegur. Í þessari æfingu gætir þú vel myndað setningu sem enginn hefur sagt eða skrifað áður! Málfræðingurinn Noam Chomsky skrifaði þessa: „Colorless green ideas sleep furiously“. Þú getur kynnt þér Chomsky og kenningar hans nánar hér. Þó að þessi setning sé hálfgerð merkingarleysa er hún málfræðilega tæk.

Nú skalt þú leika sama leik. Myndaðu setningu sem er málfræðilega rétt en merkingin aukaatriði.

blue and white polka dot illustration

Markmið æfingar

Að skrifa merkingarlausa setningu. Hana mætti nota sem kveikju að ljóði. Einnig mætti velta fyrir sér orðflokkum og setningarhlutum svo eitthvað sé nefnt.