Teldu upp fimm málsgreinar sem gætu flokkast sem „klisjur“. Svona er hugtakið útskýrt í Íslenskri orðabók:
klisja, klissja -u, -ur KVK
- endurtekin og útslitin orð eða orðasambönd
- (í listum, fræðum, stjórnmálum o.s.frv.) ófrumleg efnistök, viðhorf
Dæmi um klisjur: „Það var dimmt og drungalegt…“ „Hann kom eins og riddari á hvítum hesti…“
Þegar þú hefur tínt til fimm útslitin orðasambönd skaltu gera tilraun til að umorða málsgreinarnar þannig að þær séu ögn frumlegri.