Hleraðu samtal ókunnugra. Skrifaðu niður það sem fólkið segir nokkuð nákvæmlega. Berðu samtalið sem þú skrifaðir við samtal í skáld- eða smásögu. Í hverju felst munurinn? Hvað má missa sín? Veltu fyrir þér hvað gæti truflað lesandann eða dregið úr áhuga hans. Hér mætti einnig hlusta og horfa á samtal úr kvikmynd til samanburðar.