- Skrifaðu um einhvern atburð sem tengist fjölskyldu þinni og átti sér stað þegar þú varst barn. Reyndu að skrifa nákvæmlega eftir minni án þess að skreyta nokkuð eða færa í stílinn.
- Að því loknu skaltu biðja einhvern sem varð vitni að atburðinum að rifja hann upp. Er einhver munur? Hvers vegna eru sögurnar ólíkar?
- Veldu annað sjónarhorn og skrifaðu söguna upp á nýtt. Hver segir söguna? Hvað breytist við að skipta um sjónarhorn?
- Lestu textann fyrir félaga þinn eða sýndu honum textann sem þú skrifaðir. Punktaðu hjá þér hver viðbrögð lesandans voru. Hér eru nokkrir punktar sem sá er les ætti að hafa bak við eyrað:
- Hvað vakti athygli þína? (Skrýtið, skemmtilegt, óvenjulegt, setning, orð, orðalag, vel gert…)
- Hvað er óljóst? (Þarf að lýsa einhverju nánar? Hvar mættu vera fleiri smáatriði? Er farið of hratt yfir sögu?)
- Kemur þú auga á villu?
Æfingar
Flokkur > Sjónarhorn
Með öðrum augum
Markmið æfingar
Að kynnast mismunandi frásagnaraðferðum með því að segja frá sama atburði frá ólíku sjónarhorni. Auk þess að gera nemendur að góðum lesurum sem geta veitt hver öðrum uppbyggilega gagnrýni.