Æfingar

Flokkur > Sjónarhorn

Langanir og þrár

Skrifaðu sögu frá sjónarhorni tveggja persóna sem tengjast, eru t.d. í ástarsambandi eða tengjast fjölskyldu- eða vinaböndum. Nefndu persónurnar og gefðu þeim eina síðu hvorri til að lýsa innri þrám. Frásögnin á að vera í fyrstu persónu. Þarfir þeirra og langanir stangast á og standa í vegi fyrir því að þær þrífist almennilega.

Staðsettu persónurnar í tíma og rúmi (umhverfi). Þú gætir skapað viðburð og notað sem nokkurs konar bakgrunn til að varpa ljósi á tilfinningar persónanna. Þannig verður sagan í fleiri lögum, ef svo má að orði komast.

book page formed as heart

Markmið æfingar

Að velja sjónarhorn, skapa persónur og velta fyrir sér umhverfi og tíma.