Æfingar

Flokkur > Ég um mig

Draumar

Sjón sagði einhvern tímann:

Ég hef notað drauma sem efni í ljóð og sögur alveg frá upphafi – frá því ég sendi frá mér fyrstu ljóðabókina 15 ára. … Ef ég nota ekki drauma beinlínis, þá styðst ég við tungumál draumsins.1

Rifjaðu upp eitthvað sem þig dreymdi nýlega. Skrifaðu sögu byggða á draumnum. Reyndu að gera hana trúverðuga þó að draumurinn hafi ef til vill verið undarlegur. Leggðu áherslu á smáatriði og leitastu við að skapa raunverulegar persónur. Hvað sem öðru líður, ekki ljóstra því upp að þetta hafi verið draumur.

  1. Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning. []
white and blue dream catcher

Markmið æfingar

Að koma því á blað sem býr í hugskotinu og leyfa undirmeðvitundinni að vinna með sér.