Æfingar

Flokkur > Hópvinna | Stutt

Tveir hlutir – hópvinna

Hafðu tvo hluti meðferðis í næsta tíma. Þeir eiga hvor um sig að geta rúmast í lófanum á þér.

Öllum hlutunum verður safnað saman í poka og svo á hver og einn að draga tvo hluti úr honum. Ef þú dregur hlutinn þinn þarftu að skila honum og draga aftur.

Skrifaðu stutta sögu um það sem kemur upp í hugann við að handfjatla þessa hluti.

closeup photo of blue clothes peg

Markmið æfingar

Að brjóta upp kennslustund eða að koma öllum í gírinn. Leikur að orðum sem getur kveikt hugmyndir að lengri texta.