Æfingar

Flokkur > Stutt

Flík

Einu sinni sagði Kristín Marja Baldursdóttir:

Allar smásögurnar snúast um einn hlut sem ég faldi svo vel að ég hef aldrei heyrt hans getið af öðrum. … áþreifanlegan hlut sem kemur fyrir í öllum sögunum, flík í hverri smásögu sem allt snýst um í raun og veru. Ég gerði það af því að svo mikið er lagt upp úr útliti kvenna og klæðnaði þeirra.1

Skrifaðu stutta sögu sem snýst um einhverja flík, t.d. leðurjakka með kögri, pallíettukjól, ullarbol eða hvað svo sem þér dettur í hug.

  1. Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning. []
white and brown knit textile

Markmið æfingar

Að gleyma ekki að huga að smáatriðum og velta fyrir sér persónulýsingum með tilliti til klæðaburðar. Er ekki sagt að fötin skapi manninn?