heitir bók sem kom út árið 2017 eftir Símon Jón Jóhannsson. Í bókinni er fjallað um fjölmörg tákn og fyrirboða sem birtast okkur í daglegu lífi.
Hvað táknar appelsínugulur litur? Hverju geta menn átt von á ef þeir klippa neglurnar á föstudegi? Hvaða dagar eru heppilegir til brúðkaupa? Af hverju er vissara að forðast að gefa veiku fólki hvít blóm? Hvaða merkingu hefur talan níu? Hvenær í vikunni er heppilegast að þvo þvott? Hvað gerist ef menn horfa lengi inn í örbylgjuofn?((Símon Jón Jóhannsson. (2017). Fyrirboðar og tákn: Auðnuspor og ólánsvegir í daglegu lífi. Reykjavík: Veröld.))
Blaðaðu í bókinni og skrifaðu sögu sem hverfist um eitthvert tákn eða hjátrú sem fjallað er um í henni.