Röltu stuttan hring í hverfinu. Best er að hafa minnisbókina með sér. Vertu vakandi fyrir umhverfinu og punktaðu hjá þér það sem þér finnst áhugavert. Þegar heim er komið skaltu skrifa tvær ólíkar efnisgreinar um umhverfið. Sú fyrri á að lýsa umhverfinu á jákvæðan máta en hin á neikvæðan.
Æfingar
Flokkur > Umhverfi
Gönguferð
Markmið æfingar
Að horfa á nánasta umhverfi með það fyrir augum að skrifa um það. Eitt er víst: Maður sér það í nýju ljósi.