Æfingar

Flokkur > Umhverfi

Æskuheimilið

Kallaðu mynd af æskuheimilinu fram í hugann. Gakktu úr einu herbergi í annað í huganum. Taktu þér góðan tíma til að rifja upp lykt og hljóð eða áferð og liti.

Ferðastu í huganum á æskuslóðir. Ef þú ímyndar þér að þú gangir eftir götunni eða tyllir þér í nágrenni við húsið sem þú ólst upp í er líklegt að minningarnar hrannist upp. Skrifaðu eina til tvær síður.

brown Crosley turntable beside candlestick telephone

Markmið æfingar

Að nota minningar til að virkja sköpunarkraftinn með „öllum“ skilningarvitum.