Spunasaga

Spunasaga

Veldu leikverk sem þú þekkir vel til að spinna við. Ekki er verra ef þú hefur aðgang að handritinu. Notaðu eigið hugmyndaflug og hugrenningatengsl til að skapa nýjan sviðstexta sem kviknar við lesturinn. Hér eru nokkrar hugmyndir:
Það væri hægt að

  1. breyta endinum.
  2. spinna við verkið með sömu persónum.
  3. skrifa senu og bæta við persónum sem minnst er á í verkinu eða búa til nýjar.
  4. búa til nýjar persónur sem byggja á þeim sem eru í hinu verkinu.
Án titils

Án titils

Eitt er það sem ég get ekki hætt að hugsa um:
Hvað gerist
ef kamelljón
lítur í spegil?

(Úr Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum eftir Ragnar Helga Ólafsson)

Taktu Ragnar Helga til fyrirmyndar. Fáðu fyrstu línuna lánaða og varpaðu svo fram þinni eigin spurningu.

Á fjórðu hæð við umferðargötu

Á fjórðu hæð við umferðargötu

Bílarnir hnipra sig á stæðinu
eins og hræddar skjaldbökur
eða mýs.
Mig langar niður til þeirra
og strjúka þeim.

(Vilborg Dagbjartsdóttir)

Hermdu eftir Vilborgu. Þú átt að yrkja ljóð þar sem einhverju farartæki er líkt við lifandi veru.