Ljóð

Ljóð

að breyta heiminum
með ljóði
jafnast á við
að stöðva hraðlest
með berum höndum.

(Birgir Svan Símonarson)

Notaðu sömu upphafslínu (að breyta heiminum…) og bættu við frá eigin brjósti.

Þetta líf

Þetta líf

Þetta líf

Lífið er eins og bolti
sem rúllar áfram.
Þú reynir allt þitt líf að hægja á
og þegar það loksins tekst
ertu dauður
og gleðst ekki yfir sigrinum.

Þetta ljóð er eftir Diddu (Sigurlaugu Jónsdóttur) og birtist árið 1995 í ljóðabókinni Lastafans og lausar skrúfur.

Semdu ljóð sem byrjar „Lífið er eins og…“

Tölvupóstur

Tölvupóstur

Þér berst furðulegur tölvupóstur. Þú þekkir ekki sendandann en þér finnst þú verða að svara póstinum til að koma í veg fyrir misskilning. Hvernig er tölvupósturinn?