Kvörtunarbréf
Það á að hætta að framleiða uppáhaldsdrykkinn þinn. Skrifaðu bréf til framleiðandans þar sem þú þrábiður hann um að endurskoða ákvörðun sína.
Það á að hætta að framleiða uppáhaldsdrykkinn þinn. Skrifaðu bréf til framleiðandans þar sem þú þrábiður hann um að endurskoða ákvörðun sína.
Spurðu foreldra þín hvert sé uppáhaldslagið þeirra. Veldu annað þeirra og breyttu textanum í rapptexta.
Settu þig í spor þjálfara sem hvetur lið sitt til dáða rétt fyrir mót þó að það séu nær engar líkur á sigri. Hvernig hljómar hvatningarræðan?
Unglingar gera símaat sem vindur upp á sig.
Þegar þú hefur skrifað söguna skaltu lesa hana upp fyrir einhvern og biðja hann að greina byggingu sögunnar.
Það er ekki alltaf sagt frá í „réttri“ röð. Gerðu tilraun til að segja frá eftirfarandi atburðum.
Þú ert á leið heim úr afmæli. Þar gerðist eitthvað óvænt sem setur allt úr skorðum. Innst inni ertu samt fegin/feginn að þetta kom upp á yfirborðið. Hvað gerðist?