Ertu hrútur eða naut? – samvinna
Spurðu félaga þinn í hvaða stjörnumerki hann sé. Finndu stjörnuspá sem skrifuð hefur verið um merkið hans fyrir daginn í dag. Skrifaðu sögu sem byggir á spánni en slepptu kynningu aðstæðna.
Spurðu félaga þinn í hvaða stjörnumerki hann sé. Finndu stjörnuspá sem skrifuð hefur verið um merkið hans fyrir daginn í dag. Skrifaðu sögu sem byggir á spánni en slepptu kynningu aðstæðna.
Skrifaðu niður nokkrar línur úr barnavísu (t.d. einhverri sem var sungin á leikskólanum). Nú skaltu breyta henni með því að skipta út nafnorði fyrir nafnorð, sagnorði fyrir sagnorð o.s.frv. þannig að merking vísunnar snúist upp í andhverfu sína.
Hér eiga sex nemendur að vinna saman. Hefjið leikinn á því að brjóta blað eins og harmonikku í sex hluta. Sá sem tekur við blaðinu má ekki sjá það sem hinn/hinir hafa skrifað.
Svarið eftirfarandi spurningum (ein á mann):
Sá sem byrjaði les söguna upphátt fyrir hina.
Búðu til tvær setningar þar sem notaðir eru allir stafir íslenska stafrófsins. Á Vísindavefnum má sjá dæmi um slíkar setningar.
Sum orð ofnotum við. Finndu samheiti við þessi orð:
Leiðinlegur
Óþægilegur
Fallegur
Skemmtilegur
Frábær