Orðalag |
Skoðaðu og skrifaðu niður fyrstu setninguna eða málsgreinina í nokkrum skáldsögum sem þú hefur lesið.
Skáldaðu fyrstu línuna í tveimur sögum:
- Annars vegar í sögu sem fjallar um mann sem gengur eftir götu og sér lík í ræsinu. Hann veit ekki hvort viðkomandi er lífs eða liðinn.
- Hins vegar í sögu sem fjallar um konu sem sér lík á grúfu í skógi með vopn í rassvasanum.
Orðalag |
Skrifaðu setningu um birtu sem inniheldur eingöngu eins atkvæðisorð.
Orðalag |
Skrifaðu nokkuð nákvæm fyrirmæli þar sem þú lýsir einhverju sem þú lærðir sem barn, t.d. að reima, búa til snjókarl, blása tyggjókúlur, synda, hjóla eða búa til skutlu.
Orðalag |
Finndu upp á fimm mismunandi hárgreiðslum eða klippingum, lýstu þeim og gefðu þeim nafn.
Orðalag |
Finndu stuttan texta á netinu á tungumáli sem er þér framandi og þýddu hann „í plati“ eða eftir tilfinningu og orðanna hljóðan.