Fjórar myndir

Fjórar myndir

Nefndu fjórar kvikmyndir sem þú hefur séð. Lýstu þeim fyrir sex ára gömlu barni í einni málsgrein hverri um sig.

Hinstu orð

Hinstu orð

Gúglaðu hinstu orð þekktra einstaklinga, t.d. með því að slá inn „last words“ og skoða listann á Wikipediu. Skáldaðu fimm slíkar málsgreinar í viðbót.

Gluggaveður

Gluggaveður

Útskýrðu merkingu eftirfarandi orða fyrir skiptinema frá Mexíkó sem er að reyna að læra íslensku:

örvinglaður, kóf, slydda, gluggaveður

Förgun

Förgun

Valdimar Bragi Skúlason er orðinn landsþekktur, m.a. fyrir að losa sig við ofnotuð orð. Nefndu fjögur sem þú myndir farga ef þú gætir.

Merkilegur hlutur

Merkilegur hlutur

Einhver gamall hlutur hefur verið skilinn eftir á skrifborðinu í herberginu þínu. Í ljós kemur að hann hefur mikla merkingu fyrir þig. Hvaða hlutur er þetta? Af hverju skiptir hann þig máli? (Hér mætti vel skipta yfir í þriðju persónu).