Matgæðingur

Matgæðingur

Lýstu rétti (mat) eins og þér þyki hann gómsætur. Lýstu sama rétti eins og þér þyki hann viðbjóðslegur.

Jóla-hvað?

Jóla-hvað?

Íslensku jólasveinarnir heita: Stúfur, Gáttaþefur, Hurðaskellir, Þvörusleikir, Pottasleikir, Gluggagægir, Stekkjarstaur, Skyrgámur, Ketkrókur, Askasleikir, Giljagaur, Bjúgnakrækir og Kertasníkir.

Bættu fjórum hrekkjalómum við og gefðu þeim nöfn.

Í dag

Í dag

Segðu frá deginum í dag, dragðu fram það sem bar hæst og það sem þér finnst verst við hann.

Minnismiði

Minnismiði

Þessir þrír eru með einn „post-it“-miða á tölvuskjánum. Hvað stendur á honum?

1. Forseti Íslands

2. Guð

3. Skáldsagnapersóna