Bílastæði fyrir konur

Bílastæði fyrir konur

Í Þýskalandi finnast bílastæði sem eru eingöngu ætluð konum, Frauenparkplatz, og eru þau merkt með tilheyrandi skilti. Búðu til þitt eigið umferðarskilti.

Graff

Graff

Ímyndaðu þér að þú sért á salerninu í

  • Hallgrímskirkju
  • Kringlunni
  • Laugardalslaug
  • Þjóðarbókhlöðunni

Hvaða veggjakrot blasir við þér?

Skapandi eyðufylling

Skapandi eyðufylling

Fylltu í eyðurnar og bættu svo við:

Ég gekk niður að tjörn með félaga mínum og sá ____________ og __________________ en það var nú ekkert! Við heyrðum __________________ og tókum eftir _________________ og þá földum við okkur ________________ í skyndi.

Hendur

Hendur

Hér flytur Sarah Kay ljóð sitt Hands á afar eftirminnilegan hátt. Veldu eina línu úr ljóðinu. Gerðu tilraun til að þýða hana. Stilltu skeiðklukku á þrjár mínútur og skrifaðu allt sem kemur upp í hugann í tengslum við þessa ljóðlínu.