Sögulegt en uppdiktað

Skrifaðu sögu einhvers fyrirbæris. Þá er ekki átt við að þú eigir að afla þér upplýsinga um fyrirbærið heldur á þetta að vera uppspuni frá rótum. Þetta getur verið hvað sem er, „saga bláberjaskyrs á Íslandi“ eða „saga búálfsins“.

SMS

SMS

Skrifaðu smáskilaboð sem ganga á milli tveggja persóna. Á einhverjum tímapunkti truflar sjálfvirk leiðrétting (e. auto correct) „samtalið“ svo úr verður misskilningur sem erfitt er að greiða úr.