Form |
Skrifaðu sögu einhvers fyrirbæris. Þá er ekki átt við að þú eigir að afla þér upplýsinga um fyrirbærið heldur á þetta að vera uppspuni frá rótum. Þetta getur verið hvað sem er, „saga bláberjaskyrs á Íslandi“ eða „saga búálfsins“.
Form |
Skrifaðu smáskilaboð sem ganga á milli tveggja persóna. Á einhverjum tímapunkti truflar sjálfvirk leiðrétting (e. auto correct) „samtalið“ svo úr verður misskilningur sem erfitt er að greiða úr.
Form |
Skrifaðu Wikipedia-færslu um sjálfa/n þig eða skáldaða persónu.
Form |
Skrifaðu sögu sem endar á þessum orðum: „Ég varð bara að segja einhverjum frá þessu,“ hvísla ég í dyragættinni.
Form |
Kveiktu á útvarpinu. Skrifaðu hjá þér línu úr fyrsta laginu sem þú heyrir. Skrifaðu örsögu þar sem umrædd málsgrein kemur fyrir.