Hjátrú

Hjátrú

Svona er orðið hjátrú útskýrt á Snöru:

hjá|trú

KVK

1 trú á óraunverulega hluti, hindurvitni, kerlingabækur

2 trú á tilvist e-s sem fer í bága við (vísindalega) heimsskoðun samtímans

Skáldaðu hjátrú af einhverju tagi.

Knappt

Knappt

Prófaðu að lýsa í einni setningu  (samtals fjórar setningar):

  1. Birtunni að vori.
  2. Hljóðunum að sumri.
  3. Bragði að hausti.
  4. Lyktinni að vetri.
Þar sem tungur mætast

Þar sem tungur mætast

Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók er karlkyns nafnorðið ‚sleikur‘ „langur koss þar sem tungur mætast“.

Lýstu ástríðufullum kossi milli elskenda án þess að nota klisjur.

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar

Persóna stendur hjá stíflunni við Kárahnjúka. Lýstu tilfinningunni og því sem blasir við henni áður en hún dettur út í, lýstu því svo þegar hún dettur, þá nokkrum mínútum síðar og svo tveimur dögum seinna.

Sívertsen

Sívertsen

Bjarni Sívertsen trónir yfir Hellisgerði í Hafnarfirði. Styttan af honum hefur staðið þar árum saman. Lýstu atviki sem hann varð vitni að árið _________ og öðru sem hann sá árið _______.