Áður  – endurlit

Áður  – endurlit

Horfðu á myndina The Present og skrifaðu um atvik sem mótaði drenginn fyrir lífstíð. Ímyndaðu þér að hann sé að rifja það upp með sjálfum sér þar sem hann situr í sófanum (t.d. með endurliti á 1:38).

Piparkökuhús til sölu

Piparkökuhús til sölu

Veldu þér híbýli úr einhverri sögu eða ævintýri og búðu til fasteignaauglýsingu. Hvernig er piparkökuhúsið á fasteignavefnum? Hvað með höll dýrsins í Fríðu og dýrinu?

Má ég gista?

Má ég gista?

Persóna gistir heima hjá vini eða vinkonu og kemst að einhverju sem setur hana úr jafnvægi.

Segðu söguna frá báðum hliðum í fyrstu persónu eintölu.