Viti

Viti

Horfið á myndina Lighthouse. Vinnið fjögur saman og veljið ykkur ólík sjónarhorn, segið t.d. söguna frá sjónarhorni vitavarðarins, þorpsbúa, skipstjóra eða farþega á skipinu. Loks skuluð þið lesa frásagnir ykkar upphátt hvert fyrir annað.

Hver er sjálfum sér nægur

Hver er sjálfum sér nægur

Horfðu á teiknimyndina um Geri gamla. Segðu sögu í svipuðum dúr þar sem sama persónan bregður sér í ólík hlutverk, þau þurfa ekki endilega að tengjast leik eða keppni heldur mætti skrifa um starfsmann og viðskiptavin eða kennara og nemanda. Á hvaða formi viltu hafa frásögnina? Prófaðu að skrifa handrit þar sem „hvor“ persóna hefur sínar línur.

 

Upp á kant

Upp á kant

Hefur þú lent upp á kant við einhvern, t.d. foreldri, kennara eða verið tekin/tekinn á teppið? Settu þig í spor þess sem hefur lent í slíku og skrifaðu um átökin frá sjónarhorni „yfirboðarans“.

 

Draumalíf

Draumalíf

Horfðu á þetta myndband. Lýstu því sem fram fer eins og þú sért að segja frá draumi. En áður en þú hefst handa skaltu velja sjónarhorn. Hvort ætlar þú að segja frá í fyrstu persónu eða þriðju?