Samtöl |
Lögreglumaður á Selfossi hefur afskipti af þér vegna þess að þú ert í skottinu á bíl vinkonu þinnar. Þig vantaði far til Hveragerðis og hún var með fullan bíl. Þú reynir að láta lögreglumanninn halda að vinkona þín hafi ekki vitað af þér í skottinu.
Samtöl |
Einhver móðgar þig (segir eitthvað niðrandi um útlit þitt, gagnrýnir hvernig þú talar…) og þú svarar fullum hálsi. Láttu vaða!
Persónusköpun |
Hvað kemur persónunni þinni mest á óvart þegar hún hefur misst sjónina/ heyrnina/ útlim? Gefðu henni orðið.
Samtöl |
Í leitinni að hinum eina rétta eða hinni einu réttu ákveður persónan þín að skella sér á hraðstefnumót. Hún hefur 60 sekúndur til að kynnast manneskjunni sem situr andspænis henni. Skrifaðu samtalið sem persónurnar eiga.
Samtöl |
Þú lánaðir vini þínum bílinn þinn. Þú áttar þig svo á því að í honum er svolítið sem má alls ekki finnast. Hvað er það?
Skrifaðu upp tvö símtöl:
- Hringdu í þann sem á það sem ekki má finnast og segðu honum hvað hefur gerst. Hvað fer ykkar á milli?
- Hringdu í vininn sem hefur bílinn að láni og reyndu að fá hann til að snúa við án þess að gefa upp raunverulega ástæðu. Það tekst ekki. Hvað gerist næst?