Fyrstu kynni

Fyrstu kynni

Segðu frá persónum á fyrsta stefnumótinu en hafðu það óvenjulegt.

Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:

  • Kvöldið er skrýtið – af hverju er það skrýtið?
  • Hverjar eru þessar persónur?
  • Hvernig er fyrsti kossinn?
  • Hvernig er næsta stefnumót?
Lítið leyndarmál – samvinna

Lítið leyndarmál – samvinna

Veldu eina persónu til að vinna með. Skrifaðu um hana í fimm mínútur þar sem upplýsingarnar sem þú hefur fengið um persónuna koma fram án þess að það sé sagt berum orðum.

Leyfðu sessunaut þínum að lesa textann. Svo á hann að giska á hvaða leyndarmáli persónan þín býr yfir.

  • María er hræðilegur kokkur.
  • Baldvin svindlaði á prófinu.
  • Viktoría þolir ekki Helgu.
  • Daði er hræddur við yfirmann sinn.
  • Anna öfundar systur sína.
  • Guðni kyssti kærustuna hans Jóa.

 

Taka tvö

Taka tvö

Rifjaðu upp afdrifarík mistök sem þú hefur gert. Ímyndaðu þér að þú hafir tækifæri til að endurtaka leikinn – hvað myndirðu gera öðruvísi?