Nauðsynlegur óþarfi

Nauðsynlegur óþarfi

Lýstu dóti í herberginu sem þú hefur enga þörf fyrir, flík í skápnum sem þú notar aldrei, einhverju í bílskúrnum eða geymslunni sem þú hefur engin not fyrir en getur samt ekki hent.

Skiptinemi

Skiptinemi

Ef þú ættir að bjóða skiptinema sem dvelur á Íslandi út að borða – hvert færir þú með hann? Hvar myndirðu stoppa á leiðinni til að leyfa honum að njóta fallegs útsýnis? Hver yrði fyrir valinu ef þú ætlaðir að kynna hann fyrir innfæddum?

Aukatími

Aukatími

Ímyndaðu þér að þú fengir einni klukkustund úthlutað í sólarhringinn aukalega og þú mættir ekki eyða henni í það sem þú nýtir hana vanalega í, eins og að sofa, æfa, spila tölvuleiki, læra. Hvernig myndir þú verja tímanum?

Foreldrar

Foreldrar

Segðu frá einu skipti sem foreldrar þínir eða forráðamenn

  1. skömmuðu þig
  2. urðu þér til skammar
  3. voru stoltir af þér
  4. hrósuðu þér
Skilmysingur – handrit

Skilmysingur – handrit

Horfðu á myndina Snack Attack. Hefur þú lent í því að það hefur orðið einhver misskilningur sem er of seint að leiðrétta? Segðu frá. Ef þér dettur ekkert í hug þá skáldar þú bara. Í framhaldinu getur þú breytt sögunni í handrit fyrir stutta teiknimynd á borð við þá sem þú varst að horfa á.