Litli ljóti andarunginn
Skrifaðu sögu um manneskju sem ákveður að breyta algerlega um útlit.
Skrifaðu sögu um manneskju sem ákveður að breyta algerlega um útlit.
Skapaðu persónu sem hefur komið sér upp óvenjulegu safni. Hverju safnar hún og hvers vegna?
Segðu frá persónu sem freistast til að stela einhverju. Hverju stelur hún? Hvers vegna? Hvernig fer hún að því? Sleppur hún með skrekkinn eða hvað?
Skrifaðu senu um persónu sem býr yfir óvenjulegum og jafnvel yfirnáttúrulegum hæfileikum (getur t.d. lesið hugsanir, spáð fram í tímann eða eitthvað slíkt).
Hér má sjá færslu úr Íslenskri nútímamálsorðabók:
fríkaður lo
hann er fríkaður, hún er fríkuð, það er fríkað; fríkaður – fríkaðri – fríkaðastur
óformlegt
sem sker sig úr fyrir áberandi útlit eða óvenjulega framkomu
DÆMI: hún hefur mjög fríkaðan fatasmekk
Lýstu persónu með „fríkaðan fatasmekk“. Í hverju er hún? Stundum er sagt að fötin skapi manninn. Hvað segir klæðnaðurinn um persónuna sem þú bjóst til?